[ ]

hlutafjárútboð 2023

um útboðið

Ísfélag hf. hefur birt lýsingu í kjölfar þess að stjórn félagsins hefur óskað eftir töku hlutabréfa þess til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og staðfest áform sín um að hefja almennt hlutafjárútboð á hlutum í Ísfélagi hf.  

Ísfélag er umsvifamikið sjávarútvegsfélag á Íslandi með sögu sem nær aftur til 1901 og er þar af leiðandi elsta starfandi hlutafélag landsins. Starfsemi félagsins er umfangsmikil á sviði veiða og vinnslu uppsjávar- og bolfisktegunda fisks.. Félagið leggur áherslu á framleiðslu hágæða afurða, m.a. fiskimjöl og lýsi ásamt frystum og ferskum bolfiskafurðum. Alls starfrækir félagið sjö vinnslur á fjórum stöðum á landsvísu og gerir út níu skip. Félagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands, með 8,9% hlutdeild í heildaraflaheimildum, eða um 39.300 þorskígildistonn. Þá leggur félagið áherslu á  að stunda ábyrgar veiðar og vinnslu í sátt við samfélagið og umhverfið. 

Helstu skilmálar almenna útboðsins: 

  • Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/isfelag) frá 23. nóvember 2023 kl. 10:00 (GMT) til 1. desember 2023 kl. 14:00 (GMT). 
  • Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera frá 100.000 kr. til 20.000.000 kr. í Áskriftarbók A og yfir 20.000.000 kr. í Áskriftarbók B.  
  • Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á útboðstímabilinu. 
  • Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega í síðasta lagi 4. desember 2023.  
  • Eindagi kaupverðs er áætlaður 6. desember 2023. 
  • Áætlað er að hlutabréf félagsins verði afhent kaupendum og tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 8. desember 2023. 

Almennt útboð á hlutum í Ísfélagi hf. hefst þann 23. nóvember 2023 kl. 10:00 (GMT), þar sem boðnir verða til sölu 118.923.851 hlutir, eða sem samsvarar 14,53% af útgefnu hlutafé félagsins. Útboðið nær til útgefinna hlutabréfa í félaginu, skiptist í tvær áskriftarbækur og mun endanleg stærð hvorrar áskriftarbókar taka mið af eftirspurn í útboðinu, bæði hvað varðar verð og magn. 

 

Áskriftarbók A 

Áskriftarbók B 

Grunnstærð útboðs 

23.784.770 hlutir sem samsvarar um 2,91% af félaginu. 

95.139.081 hlutir sem samsvarar um 11,62% af félaginu. 

Áskriftir 

Geta verið að lágmarki 100 þ.kr. allt til 20 m.kr. að kaupverði. 

Geta verið yfir 20 m.kr. að kaupverði, en þó ekki hærri en stærð útboðs. 

Tilboðsverð 

Fast verð 135 kr. á hlut. 

Lágmarksverð 135 kr. á hlut. 

Úthlutun 

Áskriftir í áskriftarbók A verða skertar hlutfallslega, þó þannig að leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir 500.000 kr. og flötum niðurskurði beitt á hæstu áskriftir ef það dugar ekki til. Þá verða áskriftir starfsmanna ekki skertar.

Áskriftir í áskriftarbók B verða áskriftir sem eru á eða yfir útboðsgengi áskriftarbókar B samþykktar, þó þannig að ef umframeftirspurn verður í þessum hluta útboðsins verða áskriftir skertar. Við skerðingu í áskriftarbók B verða áskriftir metnar á grundvelli verðs. Þannig verður leitast við að skerða ekki áskriftir sem eru yfir útboðsgengi áskriftarbókar B en þær áskriftir sem eru á útboðsgengi áskriftarbókar B verða skertar hlutfallslega með tilliti til fjárhæðar áskrifta á því gengi. Öll samþykkt tilboð verða samþykkt á sama gengi: Útboðsgengi áskriftarbókar B.  

Aðrar upplýsingar 

Seljendur áskilja sér rétt til að breyta grunnstærðum áskriftarbóka A og B.  

Ákvörðun um endanlega úthlutun og stærð útboðs verður í höndum seljenda, sem áskilur sér rétt til þess að víkja frá meginreglum útboðsins varðandi úthlutun eins og hún telur æskilegt.  

Ísfélag býður til opins kynningarfundar í tengslum við fyrirhugað almennt hlutafjárútboð og verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 28. nóvember kl. 10:00 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, auk þess sem honum verður streymt á netinu. Vefstreymið verður aðgengilegt á vefsíðu Ísfélags (www.isfelag.is), á vef Arion banka (www.arionbanki.is), á vef Íslandsbanka (www.islandsbanki.is) og vef Landsbankans (www.landsbankinn.is). 

Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. hafa umsjón með útboðinu og eru einnig söluaðilar útboðsins. 

Nánari upplýsingar: 

Nánari upplýsingar um Ísfélag hf., hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 22. nóvember 2023 auk fjárfestakynningar sem birt hafa verið á arionbanki.is/isfelagislandsbanki.is/isfelag og landsbankinn.is/isfelag og er hér meðfylgjandi.

Fjárfestakynning

Lýsing

Viðauki við lýsingu

Vakin er athygli á því að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og má kynna sér nánar áhættuþætti vegna starfsemi og hlutabréfa Ísfélags hf. í lýsingu dagsettri 22. nóvember 2023 sem staðfest hefur verið af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.  

Upplýsingar og aðstoð vegna áskriftarleiða veita: 

Arion banki 

Umsjónar- og söluaðili 

 

444-7000 

isfelag@arionbanki.is 

arionbanki.is/isfelag 

Íslandsbanki 

Umsjónar- og söluaðili 

 

440-4000 

isfelag@islandsbanki.is 

islandsbanki.is/isfelag 

Landsbankinn 

Umsjónar- og söluaðili 

 

410-4000 

isfelag@landsbankinn.is 

landsbankinn.is/isfelag 

Tangagata 1 · 900 Vestmannaeyjar
isfelag [hja] isfelag.is
Office hours from 10 - 12 and 13 - 15 on week days

follow us

© 2022 ÍSFÉLAG HF.

en_USEN