Sjálfbærar fiskveiðar

Ísfélag Vestmannaeyja er aðili að Sjálfbærum fiskveiðum (Iceland Sustainable Fisheries) og er fyrirtækið því með MSC vottun á afurðum sínum eftir því sem við á. Til þess að viðhalda góðu jafnvægi í fiskistofnum og sporna við ofveiði er mikilvægt að stunda eingöngu sjálfbærar veiðar. Ísfélagið leggur mikið upp úr gæðum hráefnis og til þess að tryggja þau er stöðugt gæðaeftirlit með hráefninu og afurðunum bæði um borð í skipunum og í landi. 


Loðna

Loðna er smávaxinn uppsjávarfiskur sem dregur nafn sitt af því að rákin eftir endilöngum fisknum er loðin. Loðnan finnst á kaldtempruðum hafsvæðum jarðar meðal annars í kringum Ísland og við austurströnd Grænlands. Loðnan er torfufiskur sem getur myndað gríðarlega stórar hrygningatorfur. 

Vöruframboð loðnu má sjá hér, vinsamlegast hafið samband við sölumenn Iceland Pelagic til að fá nánari upplýsingar.

 

Veiðitímabil 

    Jan   Feb   Mar   Apr   Maí   Jún   Júl   Ágú   Sep   Okt   Nóv   Des
Loðna    .....    .....    .....                                .....    .....

Dekkri kassarnir sýna hvenær veiðin er mest.

 


Loðnuhrogn

Loðnan hrygnir frá seinnihluta febrúar og lýkur yfirleitt í kringum mánaðarmótin mars-apríl. Helstu hrygningarsvæði hérlendis eru með suður- og vesturströndinni. 

 

Til að fá  nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við sölumann loðnuhrogna, Björn Brimar Hákonarson.


Síld

Síld er uppsjávar- og miðsævisfiskur og er ein algengasta fisktegundin á norðurhveli jarðar. Heimkynni síldarinnar eru í austanverðu Atlantshafi, á hafsvæðinu við Ísland eru þrír síldarstofnar; íslenska sumargotssíldin, íslenska vorgotssíldin og norsk-íslenski stofninn. Síldin er oft kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. 

 

Vöruframboð síldar má sjá hér, vinsamlegast hafið samband við sölumenn Iceland Pelagic til að fá nánari upplýsingar.

 

Veiðitímabil

    Jan   Feb   Mar   Apr   Maí   Jún   Júl   Ágú   Sep   Okt   Nóv   Des
Síld    .....                    .....    .....    .....    .....    .....    .....    .....

Dekkri kassarnir sýna hvenær veiðin er mest.

 


Makríll

Makríll er hraðsyntur uppsjávarfiskur sem finnst í Norður-Atlantshafi. Veiðitímabil makrílsins hefst þegar vora tekur en þá safnast hann saman í torfur og færir sig nær landi, til hrygningar og fæðuöflunar þar sem sjávarhiti er milli 11-14°C. Í leit að æti fer makríllinn í göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands en makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar.

 

Vöruframboð makríls má sjá á hér, vinsamlegast hafið samband við sölumenn Iceland Pelagic til að fá nánari upplýsingar.

 

Veiðitímabil

    Jan   Feb   Mar   Apr   Maí   Jún   Júl   Ágú   Sep   Okt   Nóv   Des
Makríll   

 

               .....    .....    .....    .....    .....    .....        

Dekkri kassarnir sýna hvenær veiðin er mest.

 


Botnfiskur

Þorskur

Þorskur er straumlínulaga hausstór og kjaftstór með skeggþráð á höku sem hann notar til fæðuleitar. Þyngd og stærð þorsks er mjög mismunandi eftir hafsvæðum. Þorskurinn er algengur allt í kringum Ísland. 

 

Fyrir ferskar og frosnar afurðir vinsamlegast hafið samband við Björn Brimar Hákonarson

Fyrir frosnar og léttsaltaðar afurðir vinsamlegast hafið samband við Siggeir Stefánsson

 

Ufsi

Ufsi er straumlínulaga, frammjór og neðri skoltur tegist fram fyrir þann efri. Ufsinn er allt í kringum Ísland en sækir helst í hlýja sjóinn við suður og suðvesturströnd landsins.

 

Vinsamlegast hafið samband við Björn Brimar Hákonarson eða Siggeir Stefánsson til að fá nánari upplýsingar.

 

Ýsa

Ýsa er straumlínulaga, þéttvaxin með stór augu. Ýsan er algeng allt í kringum Ísland en leitar í hlýja sjóinn við suður og suðvesturströnd landsins. 

 

Vinsamlegast hafið samband við Björn Brimar Hákonarson til að fá nánari upplýsingar.

 


Fiskimjöl

Fiskimjöl Ísfélagsins er framleitt úr loðnu, makríl, síld og kolmunna. Fiskimjöl er unnið úr öllu hráefni sem ekki er nýtt til manneldis og er góður próteingjafi í dýrafóður.

Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Stefán Friðriksson.


Lýsi

Lýsi er framleitt úr loðnu, makríl, síld og kolmunna. Lýsi er unnið úr öllu hráefni sem ekki er nýtt í fiskvinnslunni og er góður orkugjafi í fiskifóður. Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum er með vottun á lýsisframleiðslu til manneldis.

Til að fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjórann, Stefán Friðriksson.