Frystihús í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er rekið öflugt frystihús sem er sérhæft til vinnslu á uppsjávarafla: Loðnu, síld og makríl. Frystigetan er um 450 tonn á sólarhring. Á milli uppsjávarvertíða er unninn bolfiskur: Þorskur, ufsi og ýsa, í frystar og ferskar afurðir. Framleiðslustjóri frystihússins er Björn Brimar Hákonarson og þar starfa um 50 manns.


Frystihús á Þórshöfn

Á Þórshöfn er rekið öflugt frystihús þar sem unninn er bolfiskur og uppsjávarfiskur. Bolfiskvinnslan byggist upp á þorsk- og ufsavinnslu.  Framleiðslustjóri frystihússins er Siggeir Stefánsson og þar starfa um 45 manns.


Mjölverksmiðja í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er framleitt fiskimjöl úr loðnu, síld, makríl og kolmunna. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 1.200 tonn af hráefni á sólarhring. Verksmiðjustjóri er Páll Scheving Ingvarsson og þar starfa um 20 manns.


Mjölverksmiðja á Þórshöfn

Á Þórshöfn er framleitt fiskimjöl úr loðnu, síld og makríl. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 1.000 tonn af hráefni á sólarhring. Verksmiðjustjóri er Rafn Jónsson og þar starfa um 20 manns.