Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað 1. desember árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Tilgangur félagsins var að byggja og reka íshús til geymslu á beitu og vinna þannig bæði útgerðarmönnum og bæjarfélaginu gagn. Í desember árið 2000 varð fyrirtækið fyrir miklu áfalli þegar frystihús þess brann til kaldra kola. Í uppbyggingu frystihússins var lögð meiri áhersla á uppsjávarframleiðslu.
Í dag er félagið með starfsemi í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn á Langanesi, nánari upplýsingar um hverja starfsstöð má finna hér. Ísfélagið gerir einnig út tvö uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát, hægt er að fræðast betur um skipaflotann hér. Hjá Ísfélaginu starfa tæplega 250 manns til sjós og lands.
Lesa má um sögu félagsins á Heimaslóð.
Stjórn |
|
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson |
Stjórnarformaður |
Einar Sigurðsson |
Stjórnarmaður |
Guðbjörg Matthíasdóttir |
Stjórnarmaður |
Sigurbjörn Magnússon |
Stjórnarmaður |
Stjórnendur |
|
Stefán Friðriksson |
Framkvæmdastjóri |
Örvar Guðni Arnarson |
Fjármálastjóri |
Eyþór Harðarson |
Útgerðarstjóri |
Björn Brimar Hákonarson |
Framleiðslustjóri, frystihúsið í Vestmannaeyjum |
Siggeir Stefánsson |
Framleiðslustjóri, frystihúsið á Þórshöfn |
Páll Scheving |
Verksmiðjustjóri, mjölverksmiðjan í Vestmannaeyjum |
Rafn Jónsson |
Verksmiðjustjóri, mjölverksmiðjan á Þórshöfn |
Það eru tvö starfsmannafélög hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, annars vegar fyrir starfsfólk í Vestmannaeyjum og hins vegar fyrir starfsfólk á Þórshöfn. Ísfélagið styrkir og styður félögin sem standa fyrir margvíslegum skemmtunum fyrir félagsmenn.
Félögin reka saman sumarbústað sem er staðsettur að Syðri-Brú í Grímsnesi. Starfsmenn Ísfélagsins geta sótt um leigu með því að senda tölvupóst á pfh[hja]isfelag.is. Vinsamlegast tilgreinið nafn, starfsstöð, síma, netfang og það tímabil sem sótt er um. Nánari upplýsingar um bústaðinn má sækja hér.
Vestmannaeyjar:
Starfsmannafélagið Ísfólkið, tengiliður: Pétur Fannar Hreinsson, netfang: pfh[hja]isfelag.is, sími: 488 1106
Þórshöfn:
Starfsmannafélag HÞ, tengiliður: Elfa Benediktsdóttir, netfang: elfa[hja]isfelag.is, sími: 460 8105
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins með tæplega 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út fimm skip. Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins.
Samfélagsstefna SFS
Ísfélag Vestmannaeyja skrifaðir undir samfélagsstefu sem fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa markað sér. Stefnan grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Smellið hér til að sjá samfélagsstefnuna
Sölufyrirtæki fyrir afurðir Ísfélags Vestmannaeyja hf.
Ísfélag Vestmannaeyja selur afurðir sínar til ýmissa sölufyrirtækja og framleiðenda. Mjöl- og lýsisafurðir eru að langmestu leyti seldar beint til fóðurframleiðenda. Bolfisks- og uppsjávarafurðir eru seldar til ýmissa aðila sem áframselja vörurnar. Stærsta einstaka sölufyrirtækið er Iceland Pelagic ehf., sem skráð er á Íslandi og er í þriðjungs eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Eitt af dótturfélögum Iceland Pelagic er Bluemaris sem skráð er í Frakklandi. Hjá Blumaris eru tveir starfsmenn sem starfa við að selja og kaupa sjávarafurðir. Öll viðskipti við söluaðila, þar með talin þessi tengdu fyrirtæki, eru gerð á eðlilegum viðskiptakjörum og uppfylla kröfur um armslengdarviðskipti.
Upplýsingar um góða viðskiptahætti
Ísfélag Vestmannaeyja hefur sett sér starfsmannastefnu sem og stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni einnig eru árlega gerðar aðgerðar- og fræðsluáætlanir í samvinnu við starfsfólk hverrar starfstöðvar. Félagið hefur til skoðunar að vinna stefnu á sviði umhverfis-, samfélags-, starfskjara- og mannréttindamála. Þrátt fyrir að áður nefndar stefnur séu ekki formlega ritaðar þá hefur félagið ávallt haft það að leiðarljósi að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar, unnið fyrir hag samfélagsins með ýmsum hætti, stuðlað að heiðarlegum viðskiptaháttum og boðið samkeppnishæf laun miðað við það sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum og tekið mið af hæfni starfsmanna og ábyrgð og umfangi starfsins. Félagið virðir almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga. Félagið leggur áherslu á að verktakar og undirverktakar fari eftir gildandi lögum í landinu er varðar alla sína starfsmenn.
Starfsmanna- og jafnlaunastefna Ísfélags Vestmannaeyja hf
Ísfélag Vestmannaeyja hefur sett sér starfmanna- og jafnlaunastefnu varðandi ráðningar, meðhöndlun umsókna, móttaka nýliða, starfskjör og önnur mikilvæg mál fyrir starfsfólk félagsins.