Framleiðsla afurða
 

Ísfélag Vestmannaeyja hf. rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn á Langanesi.

 

Manneldisvinnsla sjávarafurða hefur aukist á undanförnum árum og sífellt stærri hluti aflans, sem berst að landi er frystur eða fluttur út ferskur. Í frystihúsum Ísfélagsins er kappkostað að nýta hráefnið sem best og framleiða eingöngu gæðavöru. Auk frystra og ferskra afurða framleiðir félagið mjöl og lýsi.

Frystihús í Vestmannaeyjum
Í Vestmannaeyjum er rekið mjög fullkomið og öflugt frystihús, sem er sérhæft til vinnslu á uppsjávarafla.
 
Björn Brimar Hákonarson er framleiðslustjóri.
Mjölverksmiðja í Vestmannaeyjum (FES)
Verksmiðjan afkastar um 1.200 tonnum af hráefni á sólarhring.
 
Páll Scheving Ingvarsson er verksmiðjustjóri.
 
Frystihús á Þórshöfn
Ísfélagið rekur bolfiskvinnslu og uppsjávarfrystihús á Þórshöfn. Siggeir Stefánsson er framleiðslustjóri.
 
Mjölverksmiðja á Þórshöfn
Verksmiðjan afkastar um 1.000 tonnum af hráefni á sólarhring. Rafn Jónsson er verksmiðjustjóri.